14.2.2007 | 17:47
Hneyksli
Króníkan kemur út á morgun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
29.1.2007 | 12:05
Krónikan
Ég sit í nemendaráði í Fjölbrautaskólanum við Ármúla og sé meðal annars um útgáfu á blaðinu Fávitinn sem kemur út mánaðarlega í skólanum. Mér sárnar mjög að lesa þessa frétt, ég veit ekki hver fann nafnið upphaflega en að segja að Höfundur nafnsins er Þóra Kristín Ásgeirsdóttir á Stöð 2" er eins langt í frá að vera rétt og mögulegt er.
Á hinn bóginn þá hefur Krónikan komið út á hverju einasta ári í mjög langan tíma, veit þó ekki hve langan. Hér fyrir framan mig hef ég Kronika, Skólablað Fjölbrautaskólans við Ármúla, 2006 útgáfu.
Fremst í blaðinu stendur að ritstjóri blaðsins sé Margrét Þorgeirsdóttir, ráðgjafi sé Björgvin Ólafsson, auglýsingastjóri sé Bergný Heiða Steinsdóttir, hönnun og umbrot sé í umsjón Telmu Bjarkar Fjalarsdóttur, ljósmyndir séu eftir Atla Þór Árnason (núverandi formaður NFFÁ) og Eydísi Eir Björnsdóttur. Jafnframt stendur að upplagið sé 1.500 eintök, að prófarkalestur sé í umsjón Margrétar Þorgeirsdóttur ritstjóra og Gunnars Lárs. Blaðið er prentað hjá hinni frægu Gutenberg prentsmiðju og síðast en ekki síst að útgefandi sé Fjölbrautaskólinn við Ármúla.
Skólablaðið okkar á síðasta ári taldi um 65 blaðsíður. Það er hið glæsilegasta og kemur út aftur nú fyrir sumarið.
Að lesa Skólablað Fjölbrautar við Ármúla mun hafa borið nafnið en ekki komið út í nokkur ár að sögn Sigríðar." er líka ýkja leiðinlegt, ekki bara fyrir skólann, ritstjórnina og auglýsendur.
Hvað á auglýsingastjóri skólablaðsins Kroniku að segja þegar boðin er auglýsing í blaðið? Þarna getur mikill ruglingur átt sér stað sérstaklega vegna gríðarlegrar umfjöllunar sem hið nýja tímarit mun að öllum líkindum fá. Skólablaðið okkar og nafnið á því muni falla í skuggann af þeirri umfjöllun.
það stæði á forsíðu netvefs Morgunblaðsins að kona að nafni Þóra Kristín hefði fundið upp nafnið Viljinn og að einhver Sigríður Dögg væri ritstjóri þess.
V** = Skólablað Verslunarskólans
Viljinn = Mánaðarleg útgáfa (að ég held) Verslunarskólans
Kronika = Skólablað Fjölbrautar við Ármúla
Fávitinn = Mánaðarleg útgáfa Fjölbrautar við Ármúla
Nýja fréttatímaritið mun heita Krónikan | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)